Elías skoraði þrennu í Hollandi
Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson gerði þrennu og sigurmark Excelsior í hollensku deildinni í knattspyrnu. Elías hefur þurft að verma varamannabekkinn að undanförnu en var nú í byrjunarliðinu og sýndi hvað í honum býr.
Gestirnir í Heracles komust í 4-2 en heimamenn með Keflvíkinginn heitan frammi skoruðu þrjú mörk og unnu 5-4. Excelsior hefur ekki gengið vel og þurfa að fara í fall umspil. Sandgerðingurinn Neville Anderson var í leikmannahópi liðsins en var á bekknum.