Elías skoraði í tapleik
Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson leikmaður Excelsior var á skotskónum í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina, þegar hann skoraði eina mark liðsins í 4-1 tapi gegn Graafschap. Elías jafnaði leikinn í 1-1 en þannig var staðan í hálfleik. Excelsior missti svo mann af velli í síðari hálfleik og heimamenn nýttu sér það. Lið Excelsior situr í 9. sæti deildarinnar eftir tapið.
Tengdar fréttir: Maradona-sprettur Elíasar Más