Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Elías Már valinn - 3 Suðurnesjamenn í landsliðshópnum
Elías hefur farið á kostum með Gautaborgarliðinu að undanförnu.
Föstudagur 4. nóvember 2016 kl. 14:58

Elías Már valinn - 3 Suðurnesjamenn í landsliðshópnum

Keflvíski framherjinn Elías Már Ómarsson var valinn í landsliðshópinn í knattspyrnu fyrir leikinn gegn Króatíu 12. nóv. og fyrir vináttuleikinn gegn Möltu 15. nóv. Þetta er í fyrsta sinn sem Elías er valinn en hann hefur staðið sig vel með Gautaborgarliðinu að undanförnu sem og með 21 árs landsliði Íslands.


„Elías hefur staðið sig vel með U21 árs landsliðinu og hefur stimplað sig hressilega inn í Sviþjóð. Þetta er strákur sem hefur heillað okkur þegar hann hefur verið með okkur og við hlökkum til að sjá hann í þessu verkefni," sagði Heimir á fréttamannafundi í dag.

Í hópnum eru tveir aðrir Suðurnesjamenn, markvörðurinn Ingvar Jónsson og miðjumaðurinn Arnór Ingvi Traustason sem nú leikur með Rapid Wien í Austurríki.

Landsliðshópurinn er annars skipaður svona:

Markmenn
Hannes Þór Halldórsson (Randers FC)
Ögmundur Kristinsson (Hammarby)
Ingvar Jónsson (Sandefjord)

Varnarmenn
Birkir Már Sævarsson (Hammarby)
Ragnar Sigurðsson (Fulham)
Kári Árnason (Malmö)
Ari Freyr Skúlason (Lokeren)
Sverrir Ingi Ingason (Lokeren)
Hörður Björgvin Magnússon (Bristol City)
Hólmar Örn Eyjólfsson (Rosenborg)

Miðjumenn
Aron Einar Gunnarsson (Cardiff City)
Emil Hallfreðsson (Udinese)
Birkir Bjarnason (FC Basel)
Jóhann Berg Guðmundsson (Burnley)
Gylfi Þór Sigurðsson (Swansea City)
Theódór Elmar Bjarnason (AGF)
Ólafur Ingi Skúlason (Karabukspor)
Rúnar Már Sigurjónsson (Grasshopper-Club)
Arnór Ingvi Traustason (Rapid Vín)

Sóknarmenn
Jón Daði Böðvarsson (Wolves)
Viðar Örn Kjartansson (Maccabi Tel Aviv)
Björn Bergmann Sigurðarson (Molde)
Elías Már Ómarsson (IFK Gautaborg)

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024