Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Elías Már til Frakklands
Elías Már með nýja búninginn.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 27. júlí 2021 kl. 23:36

Elías Már til Frakklands

Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson er á leiðinni til Frakklands en franska knattspyrnufélagið Nimes Olympique hefur keypt kappann frá hollenska B-deildarliðinu Excelsior.

Elías, sem er 26 ára, hefur verið iðinn við kolann í markaskorun í Hollandi og á Svíþjóð undanfarin ár en hann átti eitt ár eftir af samningi sínum og hefur haft áhuga á að taka næsta skref í boltanum.  

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Elías hef­ur leikið und­an­far­in þrjú tíma­bil með Excelsi­or sem lék í hollensku B-deildinni á síðasta ári. Elías hefur skorað grimmt fyrir Excelsior og á síðasta tíma­bili varð hann næst­marka­hæsti leikmaður deild­ar­inn­ar með 22 mörk í 37 leikj­um.

Elías lék með meist­ara­flokki Kefla­vík­ur frá 2012 til 2014 en þá fór hann til Vål­erenga í Nor­egi og lék með þeim í hálft ár. Eftir það fór Elías til Gauta­borgar í Svíþjóð áður en hann gekk til liðs við Excelsior. Elías hefur einnig leikið níu A-lands­leiki og 33 leiki með yngri landsliðum Íslands.

Nimes féll úr efstu deild eftir síðasta keppnistímabil en aðtandendur félagsins segja ekkert annað í gangi en að fara upp aftur.