Elías Már skoraði í jafnteflisleik

Keflvíski framherjinn Elías Már Ómarsson skoraði eitt af þremur mörkum hollenska liðsins Excelsior þegar liðið gerði 3-3 jafntefli gegn Utrecht í hollensku úrvalsdeildinni í gær. Elías skoraði fyrsta mark leiksins á 6 mínútu leiksins.

Excelsior komst í 3-0 en á ótrúlegan hátt tókst Utrecht að jafna þegar liðið skoraði þrjú mörk á tíu mínútna kafla í síðari hálfleik.

Excelsior er í 10. sæti af 18. liðum í hollensku deildinni. Annar Suðurnesjamaður, Mikael Anderson, sem spilaði um tíma með Reyni í Sandgerði var á varamannabekk Excelsior.