Elías Már og Daníel Leó í landsliðshópi U21
Tveir knattspyrnumenn frá Suðurnesjum eru í landsliðshópi U21 sem mætir Úkraínu 8. október og Skotlandi 13. október ytra í undankeppni EM 2017. Þetta eru Elías Már Ómarsson úr Keflavík og Grindvíkingurinn Daníel Leó Grétarsson.
Í hópnum eru 20 leikmenn og leika sjö þeirra með erlendum félagsliðum. Íslenska liðið hefur farið vel af stað í undankeppninni og situr í efsta sæti riðilsins með 7 stig eftir 3 leiki.