Elías Már með tvö mörk í sigurleik IFK (myndskeið)
Keflvíkingur Elías Már Ómarsson var á skotskónum með IFK Gautaborg í Allsvenskan deildinni í knattspyrnu í gær. Elías Már skoraði tvö af þremur mörkum IFK í 1-3 sigri liðsins á Trelleborg í fyrstu umferð deildarinnar.
Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá mörkin hjá Keflvíkingnum knáa.
Elías Már fagnar fyrra markinu.