Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Elías Már með tvö mörk í sigurleik
Laugardagur 12. september 2020 kl. 11:25

Elías Már með tvö mörk í sigurleik

Kominn með 7 mörk í þremur leikjum

Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson skoraði í þriðja leiknum í röð í hollensku B-deildinni í knattspyrnu. Hann gerði tvö mörk í útileik gegn FC Dordrecht en Excelsior vann 1:3 og er í 4. sæti í deildnni með tvo sigra en liðið tapaði um síðustu helgi.

Heimamenn í FC Dordrecht náðu forystu en Elías Már skoraði síðan tvö mörk á tveimur mínútum. Thomas Kotte innsiglaði sigur Excelsior á 89. mínútu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Elías Már hefur skorað 7 mörk í þessum þremur leikjum, tvær tvennur og eina þrennu.