Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Elías Már með þrennu
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 6. september 2020 kl. 13:54

Elías Már með þrennu

Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson hefur verið á skotskónum í fyrstu tveimur umferðunum í B-deildinni í Hollandi. Hann skoraði þrennu í 4:6 tapleik á heimavelli gegn Almere City í gær.

Heimamenn komust í 3:1 þar sem Elías skoraði tvö en gestirnir svöruðu að bragði með þrjú mörk í fyrri hálfleik á tíu mínútna kafla og bættu svo tveimur við í síðari hálfleik. Elías skoraði sitt þriðja mark og fjórða mark Excelsior rétt fyrir lok leiks og tap 4:6 því staðreynd.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024