Elías Már á förum frá Svíþjóð
Sænska blaðið Göteborgs-Posten grinir frá því að Sænska félagið IFK Gautaborg ætli sér að selja Elías Má Ómarsson í leikmannaglugganum áður en hann lokar. Elías gekk til liðs við félagið frá Vålerenga í Noregi á síðasta tímabili. Elías hefur staðið sig vel á þessu tímabili og er markahæsti leikmaður liðsins en hann hefur skorað fimm mörk í tíu leikjum. Þetta kemur fram á fótbolta.net.