Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Elías lang markahæstur í B-deildinni í Hollandi
Mánudagur 23. nóvember 2020 kl. 10:05

Elías lang markahæstur í B-deildinni í Hollandi

Elías Már Ómarsson skoraði eitt mark í 4:1 sigri Excelsior á AZ Alkmaar, Jong AZ en Keflvíkingurinn er lang markahæsti leikmaður B-deildarinnar í knattspyrnu í Hollandi. Elías skoraði fyrsta mark leiksins á 56. mínútu eftir undirbúning frá Dylan Seys.

Framherjinn úr Keflavík hefur skorað fimmtán mörk í þrettán deildarleikjum. Í síðustu átta leikjum hefur hann skorað átta mörk. Excelsior er í 8. sæti með tuttugu stig eftir þrettán leiki.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024