Elías heitur í Hollandi
Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson heldur áfram að skora fyrir Excelsior í hollensku B-deildinni í knattspyrnu. Elías skoraði mark liðsins í jafntefli gegn Eindhoven á útivelli síðasta föstudag.
Elías var að venju í byrjunarliði Excelsior og hann kom sínum mönnum í forystu með góðu marki á 60. mínútu. Heimamenn náðu þó að jafna og 1:1 urðu úrslitin.
Excelsior er í 12. sæti með sjö stig eftir sjö leiki á tímabilinu. Elías hefur skorað átta mörk í þessum sjö leikjum og er næst markahæsti maður deildarinnar.