Elías framlengir hjá Keflavík
Elías Már Ómarsson hefur framlengt samning sinn við Keflavík og er nú samningsbundinn félaginu til loka keppnistímabilsins 2015. Það eru ánægjulegar fréttir fyrir Keflvíkinga enda er pilturinn mikið efni.
Elías Már er 18 ára gamall sóknarmaður sem lék sinn fyrsta leik í efstu deild karla í knattspyrnu síðasta sumar. Hann hefur síðan verið fastamaður í Keflavíkurliðinu í sumar og hefur nú leikið 14 leiki í efstu deild og skorað eitt glæsilegt mark. Elías Már á einnig að baki leiki með U-17 og U-19 ára landsliðum Íslands.