Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Elías fer til Gautaborgar
Miðvikudagur 16. nóvember 2016 kl. 06:00

Elías fer til Gautaborgar

Sænska félagið IFK Gautaborg hefur fest kaup á keflvíska framherjanum og landsliðsmanninum Elíasi Má Ómarssyni. Frá þessu er greint á heimasíðu félagsins.


Keflvíkingnum hefur gengið vel í sænsku deildinni og skorað sex mörk í 13 leikjum. Hann hefur einnig verið iðinn við kolann með landsliðum Íslands. Elías var valinn í fyrsta sinn í A-landsliðshópinn fyrir leik í keppni  gegn Króatíu. Þá lék hann allan vináttuleikinn gegn Möltu í gær og var það sjötti leikur hans með A-landsliðinu.

Framherjinn skrifaði undir þriggja og hálfs árs samning sem gildir til 2020. Hann sagði í stuttu spjalli við Göteborgs-Posten að hann væri gríðarlega sáttur með að vera kominn til félagsins. „Ég elska allt í sambandi við þetta félag,“ sagði Elías.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Að neðan má sjá fréttina á heimasíðu félagsins.