Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Elías eini Suðurnesjamaðurinn í hópi Heimis
Framherjinn frá Keflavík hefur fundið sig vel frá því að hann samdi við Gautaborg.
Mánudagur 2. janúar 2017 kl. 13:37

Elías eini Suðurnesjamaðurinn í hópi Heimis

Ísland leikur á sterku æfingamóti í Kína

Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu tilkynnti í dag 22 manna hóp sem fer í næstu viku á æfingmót í Kína. Elías Már Ómarsson er eini Suðurnesjamaðurinn í hópnum að þessu sinni. Ekki er um alþjóðlegan leikdag að ræða og því koma allir leikmennirnir úr liðum frá félögum á Norðurlöndunum. Á mótinu leika ásamt Íslandi, Kína, Króatía og Chile. 

Mótið fer fram á Guangxi leikvangnum í Nanning borg. Mótið er skipulagt utan við alþjóðalega landsleikjadaga FIFA. Óhætt er að segja að um sterkt mót sé að ræða þar sem Chile er nú sem stendur í 6. sæti á styrkleikalista FIFA, Króatía í 16. sæti og Ísland í því 21. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hópurinn í heild sinni