Elías byrjar gegn Kínverjum
Keflvíkingurinn í fremstu víglínu
Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson er í byrjunarliði Íslands sem mætir Kína í æfingaleik í fótbolta núna í hádeginu. Leikurinn fer fram í Kína og er búist við um 60 þúsund heimamönnum í stúkuna. Leikurinn er hluti ef æfingamóti þar sem Króatía og Chile spila einnig. Lið Íslands er skipað leikmönnum sem spila heima og á Norðurlöndum þar sem ekki er um opinberan landsleikjadag að ræða.
Elías er í framlínunni ásamt Birni Bergmann en byrjunarliðið má sjá hér.