Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Elías á láni til Gautaborgar
Mánudagur 8. ágúst 2016 kl. 17:34

Elías á láni til Gautaborgar

Keflvíski framherjinn Elías Már Ómarsson er farinn til sænska liðsins IFK Gautaborg á láni út tímabilið frá norska liðinu Vålerenga. Sænska liðið mun eiga forkaupsrétt á Elíasi í lok tímabils. Fótbolti.net greinir frá þessu.

Að sögn Ólafs Garðarssonar umboðsmanns Elíasar, höfðu átta félög í Noregi áhuga á að fá hann í sínar raðir sem og fleiri félög í Svíþjóð, en fyrir skömmu bárust þær fréttir að hann væri hugsanlega á förum vegna þess að spilatími var af skornum skammti hjá Vålerenga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fyrrum Keflvíkingurinn Hjálmar Jónsson er leikmaður hjá Gautaborg en liðið er í fjórða sæti sænsku úrvalsdeildarinnar.