Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

 „Eldri leikmönnum og þjálfurum sýnd mikil virðing“
Fimmtudagur 3. nóvember 2011 kl. 16:45

„Eldri leikmönnum og þjálfurum sýnd mikil virðing“

Grindvíkingurinn Gunnar Þorsteinsson hefur undanfarna fjóra mánuði dvalið hjá hinu þekkta knattspyrnuliði Ipswich þar sem hann leikur með unglinga- og varaliði félagsins. Gunnar er 17 ára gamall miðjumaður sem ætlar sér stóra hluti í heimi knattspyrnunnar. „Mér hefur gengið rosalega vel. Ég hef náð öllum þeim markmiðum sem ég setti mér og í rauninni gott betur en það,“ segir Gunnar en hann hefur unnið sér fast sæti í undir 18 ára liði félagsins og hann hefur verið að fá að spila með varaliðinu. „Maður renndi dálítið blint í sjóinn og vissi í raun ekki hvar maður stæði í samanburði við þessa stráka þarna úti.“ Gunnar er varnarsinnaður miðjumaður sem hefur ágætis auga fyrir spili. Hann er að eigin sögn svolítill hlaupagikkur.

- sjá nánar á íþróttasíðum Víkurfrétta sem komu út í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024