Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

El Clásico og endurkoma Pálínu
Miðvikudagur 22. janúar 2014 kl. 09:44

El Clásico og endurkoma Pálínu

Í kvöld fer fram heil umferð í Domino's deild kvenna og hefjast allir fjórir leikirnir kl. 19:15.  Keflvíkingar og Njarðvíkingar takast á í annað sinn á þremur dögum, en liðin áttust við í bikarnum á mánudag. Þar höfðu Keflvíkingar öruggan sigur og tryggðu sér sæti í undanúrslitum. Njarðvíkingar eiga því harma að hefna í kvöld í TM-Höllinni í Keflavík.

Grindvíkingar eiga heimaleik gegn Hamarskonum en líklegt þykir að Pálína Gunnlaugsdóttir muni leika aftur með Grindvíkingum í leiknum, en hún hefur verið fjarri um nokkurt skeið vegna hnémeiðsla.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Síðan Pálína meiddist hafa Grindvíkingar verið í frjálsu falli og tapað 7 af 8 leikjum sínum í deild.