Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ekta AMÍ-stemmning í Vatnaveröld
Fimmtudagur 19. júní 2008 kl. 16:46

Ekta AMÍ-stemmning í Vatnaveröld



AMÍ mótið hófst í Vatnaveröld í Reykjanesbæ í morgun en þar eru saman komin um 300 ungmenni til að keppa um bikarinn sem gestgjafarnir ÍRB hafa haldið síðustu fjögur ár.


Hörður Oddfríðarson, forseti SSÍ, sagði í samtali við Víkurfréttir að allt stefndi í frábært mót. „Þetta mót er stærra en það hefur verið síðustu ár og það hefur skipt miklu hið frábæra starf sem skipuleggjendur hafa unnið. Þá er það ekki síður mikilvægt að finna mikinn velvilja bæjarfélagsins. En það stefnir allt í mjög skemmtilega helgi."

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Þegar ljósmyndari kom við í Vatnaveröld í dag, var mikil stemmning og fjör þar sem ÍRB hafði byrjað sínu best og leiddi keppnina um miðjan dag.


Myndasafn má sjá á Ljósmyndavef Víkurfrétta.


VF-myndir/Þorgils