Ekki von á titlum til Suðurnesja
Dominos-deild kvenna af stað í kvöld
Kvennaliðunum af Suðurnesjum er ekki spáð mjög góðu gengi í Dominos-deildinni í körfubolta þennan veturinn. Ef marka má spá forsvarsmanna liðanna í deildinni sem birt var í gær, þá munu Njarðvíkingar kljást við falldrauginn í vetur en þeim er spáð neðsta sæti. Keflvíkingum, sem unnu tvöfalt í fyrra, er spáð fimmta sæti og Grindvíkingum því þriðja.
Deildarkeppni hefst í kvöld en þá leika bæði Keflvíkingar og Grindvíkingar á heimavelli sínum, Njarðvíkingar leika á útivelli. Leikirnir hefjast klukkan 19:15.
Keflavík-Haukar
Grindavík-Snæfell
Hamar-Njarðvík
Spá liðanna:
1. Valur
2. Haukar
3. Grindavík
4. Snæfell
5. Keflavík
6. KR
7. Hamar
8. Njarðvík