Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ekki láta mig hanga gamli!
Mánudagur 6. febrúar 2012 kl. 15:45

Ekki láta mig hanga gamli!

Keflvíkingar slógu Ísfirðinga út út Powerade-bikar karla í gær og komust þar með í Laugardalshöllina í fyrsta skipti í háa herrans tíð. Fjallað var um leikinn hér en nokkuð skemmtilegt atvik átti sér stað undir lok leiks þegar Pétur Sigurðsson, þjálfari Ísfirðinga fékk tvær tæknivillur og var því vísað út úr húsinu. Bæði stuðningmenn Ísfirðinga og Keflvíkinga klöppuðu Pétri lof í lófa en Pétur gekk kokhraustur af velli.

Hann hugðist gefa stuðningmanni Keflvíkinga „háa fimmu“ um leið og hann gekk af vellinum en stuðningsmaðurinn var ekki á þeim buxunum og lét greyið Pétur hanga eins og sést á myndinni hér að ofan.

Myndir: [email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024