Ekki bjart hjá Njarðvík
Hvorki gengur né rekur hjá liði Njarðvíkinga í 1. deild karla í knattspyrnu. Liðið er nú í neðsta sæti deildarinnar með ellefu stig, hefur unnið þrjá leiki en tapað ellefu.
Í gær tóku Njarðvíkingar á móti Víkingi R, sem situr í toppsæti deildarinnar. Úrslit leiksins urðu 2-1 fyrir gestina, sem skoruðu fyrsta mark leiksins á 20. mínútu. Saka Mboma jafnaði metin á 53. mínútu fyrir Njarðvík. Það var svo undir lokin sem gestirnir gerðu út um leikinn með marki Sigurðar Lárussonar.
Mynd úr safni.