RNB Lýðheilsu og forvarnarvika 28. sept - 5 okt
RNB Lýðheilsu og forvarnarvika 28. sept - 5 okt

Íþróttir

Ekki bjart hjá Njarðvík
Föstudagur 13. ágúst 2010 kl. 09:52

Ekki bjart hjá Njarðvík


Hvorki gengur né rekur hjá liði Njarðvíkinga í 1. deild karla í knattspyrnu. Liðið er nú í neðsta sæti deildarinnar með ellefu stig, hefur unnið þrjá leiki en tapað ellefu.
Í gær tóku Njarðvíkingar á móti Víkingi R, sem situr í toppsæti deildarinnar. Úrslit leiksins urðu 2-1 fyrir gestina, sem skoruðu fyrsta mark leiksins á 20. mínútu. Saka Mboma jafnaði metin á 53. mínútu fyrir Njarðvík. Það var svo undir lokin sem gestirnir gerðu út um leikinn með marki Sigurðar Lárussonar.

Mynd úr safni.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025