Ekkert virðist stöðva Víðismenn
Með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir
Ekkert lát er á sigurgöngu Víðismanna í 3. deild karla í fótbolta. Nú um helgina lögðu þeir Einherja 2-1 í toppslag deildarinar á heimavelli sínum. Með mörkum frá Róberti Erni Ólafssyni og Helga Þór Jónssyni komust Víðismenn í 2-0, en gestirnir úr Einherja minnkuðu muninn þegar tíu mínútur voru til leiksloka.
Eftir fjórar umferðir eru Víðismenn með fullt hús stiga á toppnnum með markatöluna 10-1.