„Ekkert lífsspursmál að fara frá Keflavík“
,,Það er komið tilboð sem ég er sáttur við persónulega og stjórnin er búin að fá tilboð sem erfitt er að segja nei við. Málið er bara í skoðun eins og er og engin ákvörðun verið tekin enn þá. Gríska liðið á góðan möguleika á að komast í efstu deild og því spennandi kostur. Ef þetta gengur ekki upp núna spila ég áfram með Keflavík og fer eftir tímabilið. Það er ekkert lífsspursmál fyrir mig að fara endilega út núna heldur bara ef þetta kemur sér vel fyrir alla aðila -- þá fer ég. Þetta er þriðja tilboðið sem kemur frá gríska félaginu þannig að þeir leggja mikla áherslu á að fá mig út núna," sagði Damon við DV-Sport í dag. Gríska deildin er ein af sterkustu deildum í heimi og því gott tækifæri fyrir Damon að komast þangað ef gríska liðið nær að komast upp í efstu deild. Teitur Örlygsson lék eitt tímabil í Grikklandi og því yrði Damon annar Íslendingurinn sem þar léki ef af verður.
Körfuknattleiksdeild Keflavíkur stendur frammi fyrir erfiðri ákvörðun þessa dagana þar sem Damon Johnson hefur fengið gott tilboð frá Grikklandi. Eins og menn vita fékk Damon íslenskt ríkisfang um síðustu áramót sem gerir hann fýsilegan fyrir félög í Evrópu. Gríska félagið, sem leikur í annarri deild þar í landi, fór strax á stúfana þegar Damon var kominn með íslenska vegabréfið í hendur og bauð honum góðan samning.Gríska liðið bauð Keflavík einnig væna summu fyrir að leysa Damon undan samningi en því tilboði hafnaði stjórn Keflavíkur enda mikill metnaður þar á bæ að landa Íslandsmeistaratitlinum þetta árið. Gríska félagið ætlar sér greinilega að landa Damon fyrir lokabaráttuna um að komast í efstu deild í Grikklandi og hafa forráðamenn liðsins sent Keflvíkingum enn betra tilboð sem erfitt er að segja nei við.
Hrannar Hólm, formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, vildi lítið tjá sig um málið nema það að málið væri í skoðun og þetta myndi skýrast fljótlega. Damon sagði að það væri spennandi kostur að fara til Grikklands og að boltinn væri hjá stjórn körfuknattleiksdeildar Keflavíkur.
Nýr fréttavefur DV á Netinu
Körfuknattleiksdeild Keflavíkur stendur frammi fyrir erfiðri ákvörðun þessa dagana þar sem Damon Johnson hefur fengið gott tilboð frá Grikklandi. Eins og menn vita fékk Damon íslenskt ríkisfang um síðustu áramót sem gerir hann fýsilegan fyrir félög í Evrópu. Gríska félagið, sem leikur í annarri deild þar í landi, fór strax á stúfana þegar Damon var kominn með íslenska vegabréfið í hendur og bauð honum góðan samning.Gríska liðið bauð Keflavík einnig væna summu fyrir að leysa Damon undan samningi en því tilboði hafnaði stjórn Keflavíkur enda mikill metnaður þar á bæ að landa Íslandsmeistaratitlinum þetta árið. Gríska félagið ætlar sér greinilega að landa Damon fyrir lokabaráttuna um að komast í efstu deild í Grikklandi og hafa forráðamenn liðsins sent Keflvíkingum enn betra tilboð sem erfitt er að segja nei við.
Hrannar Hólm, formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, vildi lítið tjá sig um málið nema það að málið væri í skoðun og þetta myndi skýrast fljótlega. Damon sagði að það væri spennandi kostur að fara til Grikklands og að boltinn væri hjá stjórn körfuknattleiksdeildar Keflavíkur.
Nýr fréttavefur DV á Netinu