Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Ekkert gengur hjá Grindvíkingum
Gunnar Þorsteinsson í leik gegn Þrótti fyrr í sumar. Mynd úr safni Víkurfrétta.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 15. ágúst 2020 kl. 16:45

Ekkert gengur hjá Grindvíkingum

Grindvíkingar léku í dag gegn Leikni Fáskrúðsfirði austur á Reyðarfirði. Hvorki hefur rekið né gengið hjá Grindavík í Lengjudeild karla í knattspyrnu það sem af er tímabili og hafði liðið gert fimm jafntefli í röð fyrir þennan leik.

Grindavík byrjaði leikinn betur og voru fyrri til að skora. Þar var að verki Sigurður Bjartur Hallsson sem skoraði fyrsta mark leiksins (34').

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nokkrum mínútumn síðar áttu Aron Jóhannsson gott skot í slá og niður og vildu margir meina að boltinn hefði farið inn en ekkert mark var dæmt. Grindvíkingar talsvert betri í fyrri hálfleik og staðan 0:1 í leikhléi Grindavík í vil.

Grindvíkingar héldu áfram að stjórna leiknum í seinni hálfleik og á 65. mínútu náði Guðmundur Magnússon boltanum eftir hornspyrnu og afgreiddi hann í marki, 0:2 fyrir Grindavík.

Þegar líða tók á leikinn fóru hlutirnir að gerast, Leiknismenn neituðu að gefast upp og á 84. og 85. mínútu skoruðu þeir og skyndilega var leikurinn orðinn jafn, 2:2.

Gunnar Þorsteinsson, fyrirliði Grindvíkinga, virtist ætla að gera út um leikinn þegar þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma þegar hann náði ágætis skoti sem fór af varnarmanni og í mark Leiknis. Grindvíkingar aftur komnir yfir og stutt til leiksloka.

Það er margsannað að leikurinn er ekki búinn fyrr en dómarinnn hefur flautað hann af og því fengu Grindvíkinga að kenna á. Á 1. og 4. mínútu uppbótartíma skoruðu Leiknismenn tvívegis og fóru með sigur af hólmi. Slæm úrslit fyrir Grindavík sem situr í áttunda sæti deildarinnar en gætu dottið niður í það níunda ef Víkingur Ólafsvík sigrar Þrótt Reykjavík síðar í dag.