Leikfélag Keflavíkur
Leikfélag Keflavíkur

Íþróttir

Eitt tonn af fitu og 40 metrar í ummáli hurfu
Elva Björk og Sveinbjörn, sigurvegarar Superforms 2019. Ljósmyndir: Anna María Írisardóttir
Föstudagur 12. apríl 2019 kl. 12:00

Eitt tonn af fitu og 40 metrar í ummáli hurfu

í Superform-áskoruninni. Myndir fyrir og eftir

Það tóku 223 keppendur þátt í Superform-áskoruninni 2019 sem er líkamsræktarkeppni í Sporthúsinu á Ásbrú. Keppendurnir léttust um eitt tonn eða 998 kg. og 37,6 metra í ummál.

Sigurvegarar voru þau Elva Björk Sigurðardóttir og Sveinbjörn Magnússon. Þetta er í sjötta skipti sem Superform-áskorun er haldin. Í þeirri fyrstu voru 80 þátttakendur en í ár mættu 223. Alltaf hefur verið uppselt í keppnina en í ár fylltist hún á tíu mínútum og komust færri að en vildu.

Public deli
Public deli

Keppnin hófst 7. janúar, stóð yfir í tólf vikur og lauk 6. apríl á árshátíð Superforms í Hljómahöllinni þar sem efstu þrjú í karla- og kvennakeppninni  fengu verðlaun fyrir árangurinn. Heildarverðlaun voru yfir tvær milljónir. Steindi og Auddi voru veislustjórar og héldu upp hrikalegri stemningu.

Markmið Superform-áskoruninnar, að sögn Sævars Borgarssonar, höfundar kerfisins, er að skora á fólk til að breyta um lífsstíl og að vera með til að hefja þá breytingu. Alla keppnina er lögð mikil áhersla á mikilvægi þess að halda áfram og að lífsstílsbreyting sé lífsstílsbarátta sem hætti aldrei. Mikilvægt sé að gera hreyfingu og heilbrigt líferni að vana eða ávana.

Það voru 223 sem hófu keppni en 154 kláruðu keppnina og losuðu sig við 977,8 kg. og 37,6 metra í ummál.

Úrslit - konur:

1. Elva Björk Sigurðardóttir

2. Anika Rós Guðjónsdóttir

3. Margrét Sæmundsóttir

 

Úrslit - karlar:

1. Sveinbjörn Magnússon

2. Jón Viðar Viðarsson

3. Daniel Cramer


Sveinbjörn 15,5 kg. 61,5 sm.                                           Elva: 13,2 kg. 48 sm.

Jón Viðar 18,8 kg. 69 sm.                                                Anika Rós 13,4 kg. 53 sm.

Margrét 9,65 kg. 42 sm. Cramer 16,7 kg. 48 sm.

Anika Rós og Jón Viðar urðu í 2. sæti.



Daniel Cramer og Margrét Sæmundsdóttir (fjarverandi) enduðu í 3. sæti.

Myndband Superforms var frumsýnt á árshátíðnni. Lokaatriðið í því er lag í flutningi Sverris Bergmann. Hér er það.