Eitt stig í Landsbankadeildina: Ramsay fór á kostum
Scott Ramsay fór hamförum gegn Fjölni fyrr í kvöld þegar Grindavík burstaði Grafarvogsmenn 5-2 á Grindavíkurvelli. Nú eru gulir og glaðir aðeins einu stigi frá Landsbankadeildinni og þurfa bara að
Grindavík er á toppi 1. deildar með 44 stig en Eyjamenn eru í 4. sæti með 38 stig. Takist Grindavík að vinna sér eitt stig í næstu tveimur leikjum eru þeir komnir í Landsbankadeild þar sem þrjú lið fara upp í ár og sex stig skilja nú á milli Grindavíkur og Eyjamanna.
Fjölnismenn höfðu 1-0 yfir í hálfleik en heimamenn fóru hreinlega á kostum í síðari hálfleik. Sex af sjö mörkum leiksins voru í eigu Grindavíkur þar sem Ray Anthony Jónsson varð fyrir því óláni að
Mörk Grindavíkur í kvöld gerðu þeir Scott Ramsay sem skoraði tvívegis, Jóhann Helgason, Ivan Firer
Næsti leikur Grindvíkinga er gegn Reyni á laugardag þar sem frítt verður á völlinn í boði Sparisjóðsins. Leikurinn fer fram í Grindavík og hefst kl. 13:30.
VF-myndir/ Hilmar Bragi Bárðarson – [email protected] - Grindvíkingar fagna á efri myndinni en á þeirri neðri er töframaðurinn Ramsay einbeittur á svip en hann má sáttur við una með frammistöðu sína í kvöld.