Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Eitt stærsta sundmót landsins í Reykjanesbæ um helgina
Þriðjudagur 13. maí 2008 kl. 14:43

Eitt stærsta sundmót landsins í Reykjanesbæ um helgina

Sparisjóðsmót ÍRB í sundi fer fram í Vatnaveröldinni um næstu helgi. Þetta er annað árið

í röð sem ÍRB stendur að mótinu en í ár verður þetta eitt stærsta sundmót sem fram hefur farið á Íslandi.
 
Keppendur á mótinu verða rétt um 600 frá 16 félögum þannig að þröngt verður á þingi. U.þ.b. 200 sundmenn verða í fullu fæði og gista í Holtaskóla. Keppt verður í fjölmörgum greinum í hinum ýmsu aldurshópum og fjöldi verðlauna er í boði ásamt því að öll mótsmet verða skráð. Mótið hefst á kl. 17:15 á föstudaginn með keppni hjá 8 ára og yngri og leikjum.
 
Margt verður í boði fyrir keppendur fyrir utan hefðbundna sundkeppni. Boðið verður uppá bíósýningar, kvöldvöku, sjóræningjaleik ásamt stemmingu, góðri tónlist og stuði í lauginni. Elstu sundmennirnir munu síðan koma í heimsókn á föstudaginn hjá 8 ára og yngri og reyna að slá Íslandsmet í tveimur greinum og um leið sýna yngri sundmönnum flotta tækni og flott sund. 
 
Tilraunirnar við Íslandsmetin hefjast kl. 17:30 á föstudag og þá verður sjóræningjaleikurinn víðfrægi einnig á dagskrá á föstudeginum.
 
Nánari uppýsingar er að finna á heimasíðum Keflavíkur, www.keflavik.is og Njarðvíkur www.umfn.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024