Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Eitt stærsta sundmót landsins hefst í Reykjanesbæ í dag
Föstudagur 13. maí 2011 kl. 11:56

Eitt stærsta sundmót landsins hefst í Reykjanesbæ í dag

Eitt stærsta sundmót landsins hefst í dag í Vatnaveröld þar sem 5-600 sundmenn á aldrinum 6-25 ára frá 14 félögum taka þátt. Það er sundráð ÍRB sem heldur mótið, sem heitir Landsbankamót ÍRB.


Mikil stemning hefur jafnan verið á mótinu og í ár er nokkurskonar Eurovision þema í lauginni en Eurovison lög munu hljóma á milli greina og í verðlaunaafhendingum þar sem mótið hittir á Eurovisonhelgina.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á föstudeginum keppa yngstu sundmennirnir, 8 ára og yngri, en þá er jafnan mikið fjör í lauginni og er þá endað  á okkar sívinsæla sjóræningjaleik.

Á laugardeginum og sunnudeginum synda svo þeir eldri. Það er alltaf mikil stemmning á þessu móti og mikið um að vera t.d. fara allri krakkarnir í bíó og gleðin er ávallt í fyrirrúmi.

Við viljum hvetja sem flesta til að mæta í Vatnaveröld um helgina og sjá okkar framtíðar sundfólk í lauginni, segir í tilkynningu frá ÍRB.