Eitt gott golfhögg getur leitt þig inn í eina glæsilegustu hótelsvítu landsins
Glæsileg verðlaun í Ljósanæturmótinu í golfi
Kylfingar eru hvergi hættir að spila og eitt af stærri lokamótum ársins hjá Golfklúbbi Suðurnesja er Ljósanæturmót GS, Hótels Keflavíkur og Dimond Suites sem verður á Hólmsvelli í Leiru á sunnudag 8. september.
Meðal glæsilegra vinninga er gisting á einn af svítum Dimond Suites ásamt 3 rétta ævintýrakvöldverði á KEF resturant og mánaðar líkamsræktarkort í Lífsstíl. Sá sem fer holu í höggi á þennan flotta vinning vísan. Þá eru hótelgistingar á hinum ýmsu hótelum í sjö fyrstu sætunum í höggleik og punktakeppni, nándarverðlaun á öllum par 3 holum og margir aukavinningar. Þetta eru nærri 30 vinningar í mótinu.
Hólmsvöllur er enn í flottu standi eftir frábært sumar.
Skráning er á golf.is.