Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Einstakur árangur Team DansKompaní
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 16. mars 2022 kl. 08:28

Einstakur árangur Team DansKompaní

Dansskólinn DansKompaní í Reykjanesbæ sendi 24 atriði í forkeppni Dance World Cup

„Team DansKompaní vann tuttugu og tvö gullverðlaun og tvenn silfur – og annað þeirra var í flokki sem við unnum líka gullið,“ sagði Helga Ásta Ólafsdóttir, skólastjóri DansKompaní, sem eðlilega var í skýjunum yfir árangri nemenda sinna. Helga sagði að dómarar velji einnig sín uppáhaldsatriði og eru veitt átta sérstök dómaraverðlaun fyrir þau. DansKompaní gerði sér lítið fyrir og vann fjögur dómaraverðlaun af átta, eða helming þeirra, en það voru tíu dansskólar sem tóku þátt í forkeppninni. 

Með árangrinum eru öll atriði og allir dansarar Team DansKompaní því komin í íslenska landsliðið í dansi en heimsmeistaramótið fer fram í San Sebastian á Spáni í júní og júlí á þessu ári.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Mér heyrist á flestum að þeir ætli að fara út en forkeppnin var bara að klárast í gær [mánudag] svo nú þurfum við að halda fund í vikunni og hefja undirbúning.“ Keppendur frá DansKompaní voru 41 talsins á aldrinum sex til 21 árs. „Þetta er breiður aldurshópur en af þeim aðeins þrír strákar, við viljum endilega fá fleiri stráka,“ sagði Helga jafnframt.