Miðvikudagur 7. nóvember 2007 kl. 15:40
Einnar mínútu þögn fyrir leiki kvöldsins
Tveir leikir fara fram í Iceland Express deild kvenna í körfuknattleik í kvöld og hefjast þeir báðir kl. 19:15. Í Grindavík mætast heimakonur og Íslandsmeistarar Hauka og í Sláturhúsinu í Keflavík koma nýliðar KR í heimsókn.
Einnar mínútu þögn verður fyrir báða leiki í minningu Mörtu Guðmundsdóttur en hún lék á sínum tíma með körfuknattleiksliðum Keflavíkur og Grindavíkur. Marta lést á þriðjudag á krabbameinsdeild Landspítalans.
Allur aðgangseyrir af leik Grindavíkur og Hauka í IE-deild kvenna í kvöld og Grindavíkur og Skallagríms í IE-deild karla annað kvöld mun renna óskiptur til fjölskyldu Mörtu.
VF-Mynd/ Marta Guðmundsdóttir er hún gekk yfir Grænlandsjökul fyrir skemmstu.