Laugardagur 2. maí 2009 kl. 12:58
Einmenningur spilaður í dag
Íslandsmótið í 501 heldur áfram í dag. Í dag verður spilaður einmenningur en keppni í tvímenningi fór fram í gær. Síðdegis í dag verður leikið til úrslita í einmenningi og tvímenningi en mótið fer fram í aðstöðu Pílukastfélags Reykjanesbæjar við Hrannargötu í Keflavík.