Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Eini taplausi þjálfainn leiðbeinir á námskeiði
Sunnudagur 24. október 2010 kl. 01:16

Eini taplausi þjálfainn leiðbeinir á námskeiði

Helgi Jónas Guðfinnsson þjálfari karlaliðs Grindavíkur í körfu sem er eina taplausa liðið í deildinni er sprenglærður styrktarþjálfari og kennir þjálfun við Heilsuskóla Keilis auk þjálfarastarfsins. Helgi er ávallt með púlsinn á því sem er að gerast útí hinum stóra heimi í þjálfun og sækir sína menntun mikið til Bandaríkjanna til margra virtustu styrktar- og íþróttaþjálfara þar.

Dagana 5. og 6. nóvember gefst áhugasömum þjálfurum kostur á að sækja námskeið hjá Helga í hraðaþjálfun, styrktaræfingum með eigin líkamsþyngd og æfingakerfasmíð. Námskeiðið verður haldið hjá Keili og hér má finna allar upplýsingar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024