Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Eini nágrannaslagur sumarsins í Sandgerði í kvöld
Fimmtudagur 11. júlí 2013 kl. 11:23

Eini nágrannaslagur sumarsins í Sandgerði í kvöld

Því miður hafa Suðurnesjamenn ekki getað séð alvöru nágrannaslag í sumar í ljósi þess að öll Suðurnesjaliðin leika í mismunandi deildum. Njarðvík og Reynir Sandgerði leika hins vegar í 2. deildinni og mætast í dag í Sandgerði.

Þessi lið hafa mæst í mörgum skemmtilegum viðureignum og verður vonandi boðið upp á slíka viðureiin í kvöld. Bæði lið vilja einnig örugglega bæta stöðu sína í deildinni. Reynir Sandgerði er í 10. sæti með 10 stig og Njarðvík með einu stigi meira í 8. sæti. Þetta er því mikilvægur leikur fyrir bæði lið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Leikurinn hefst kl. 20 á N1-vellinum í Sandgerði og eru stuðningsmenn beggja liða hvattir til að mæta og styðja sína menn til sigurs.