Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Einar vann bræðrabyltuna
Þriðjudagur 11. desember 2007 kl. 13:54

Einar vann bræðrabyltuna

Einn leikur fór fram í 1. deild karla í körfuknattleik í gærkvöldi þar sem Þróttur Vogum tók á móti toppliði Breiðabliks. Blikar höfðu sigur í leiknum 105-88 og því hafði Einar Árni betur í bræðrabyltunni. Einar Árni Jóhannsson er þjálfari Breiðabliks og bróðir hans Ingvi Steinn er þjálfari Þróttar. Nýliðarnir úr Vogunum létu þó topplið Blika hafa vel fyrir hlutunum í gærkvöldi.

 

Heimamenn fóru á kostum í fyrsta leikhluta og settu 35 stig á Blika og leiddu 35-29 að honum loknum. Blikar svöruðu þó fyrir sig í öðrum leikhluta og unnu hann 21-24 og staðan var því 56-53 fyrir Þrótt í hálfleik.

 

Daníel Guðmundsson var að leika vel í liði Þróttar í gær og gerði 27 stig í leiknum og þar af 18 stig úr þriggja stiga skotum.

 

Blikar komu grimmir inn í síðari hálfleikinn og með sterkum endaspretti knúðu þeir fram öruggan sigur en Blikar unnu fjórða og síðasta leikhlutann 16-34 og lokatölur leiksins því 105-88 Blikum í vil.

 

Eftir sigurinn eru Blikar enn á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eða 18 stig en Þróttur situr enn á botni deildarinnar án stiga. Stigahæstur í liði Blika í gær var Nemanja Sovic með 31 stig og 17 fráköst.

 

Tölfræði leiksins

 

VF-Mynd/ [email protected]Bræðurnir Einar og Ingvi fyrir átökin á Vatnsleysuströnd í gær.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024