Einar skákmeistari Reykjanesbæjar
Einar S. Guðmundsson er nýbakaður skákmeistari Reykjanesbæjar 2010. Í gærkvöldi lauk Skákþingi Reykjanesbæjar og var það spennandi allt fram í síðustu skákirnar. Fyrir seinustu umferðina stóð baráttan milli Einars og Páls Sigurðssonar um það hver yrði efstur en Páll gat ekki orðið skákmeistari Reykjanesbæjar þar sem hann er ekki með lögheimili í Reykjanesbæ. Einnig var barátta milli Lofts H. Jónssonar og Pálmars Breiðfjörð um 3. sætið þar sem Pálmar hafði betur.
Skákfélag Bjargarinnar, Hressir Hrókar, gaf veglegan farandbikar og þökkum við þeim kærlega fyrir þessa höfðinglegu gjöf, segir í frétt af skákþinginu.
Úrslit 7 umferðar voru sem hér segir:
Einar S. Guðmundsson telfdi örugglega til sigurs á móti Arnþóri Inga.
Páll Sigurðsson sýndi góða takta á móti Þorleifi sem dugðu til sigurs.
Pálmar Breiðfjörð vann Loft H. Jónsson og tryggði sér bronsið.
Lokastaðan á Skákþinginu:
1. Páll Sigurðsson TG 5.5 v
2. Einar S. Guðmundsson SR 5.0 v
3. Pálmar Breiðfjörð SR 4.0 v
4. Emil Nicolas Ólafsson SR 3.0 v
5. Loftur H. Jónsson SR 2.5 v
6. Þorleifur Einarsson SR 1.0 v
7. Arnþór Ingi Ingvason SR 0 v