Einar Orri í þriggja leikja bann
Keflvíkingurinn Einar Orri Einarsson mun fá þriggja leikja bann frá keppni, eftir að hann hlaut rautt spjald í leik gegn FH í Pepsi-deildinni í fótbolta á dögunum. Einar fékk tvö gul spjöld í leiknum en hann veittist að leikmanni FH og virtist hafa í hótunum við hann eftir að hafa litið seinna spjaldið. Aganefnd KSÍ tók málið fyrir nú fyrir skömmu og komast að þeirri niðurstöðu að Einar hlyti þriggja leikja bann.
Tengd frétt: Sjáðu rauða spjaldið hjá Einari Orra