Einar Orri fer frá Keflavík

Einar Orri Einarsson, einn leikjahæsti leikmaður Keflvíkinga í knattspyrnunni hefur ákveðið að halda á ný mið og mun ekki semja við sitt gamla félag.
Einar lék sinn fyrsta leik með Keflavík í meistaraflokki árið 2005. Síðan þá hefur Einar leikið 180 leiki og skorað í þeim 10 mörk.