Einar Orri biðst afsökunar
Eins og greint hefur verið frá kom upp umdeilt atvik í leik Keflavíkur og FH í Pepsi-deild karla í gær. Einar Orri Einarsson hefur í kjölfarið sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu.
„Ég undirritaður Einar Orri Einarsson vil biðja alla þá sem að leik Keflavíkur og FH komu í gær innilegar afsökunar á viðbrögðum mínum við brottrekstrinum.
Þetta eru viðbrögð sem leikmaður á ekki að sýna.
Með knattspyrnukveðju.
Einar Orri Einarsson“
Tengd frétt: Sjáðu rauða spjaldið hjá Einari Orra