Einar Örn aftur í Leikni
Sóknarmaðurinn Einar Örn Einarsson hefur snúið heim frá Keflavík til Leiknis en Leiknir er hans uppeldisfélag og hefur Einar gert 64 mörk fyrir Leikni í 138 leikjum. Einar gerði þriggja ára samning við Keflavík síðastliðið haust en hefur nú fengið sig lausan undan þeim samningi.
Einar tjáði fréttavefnu fotbolti.net í gær að brotthvarf hans frá Keflavík væri af persónulegum ástæðum og að hann hefði ekki verið ósáttur hjá félaginu þrátt fyrir brotthvarfið.
Heimild: www.fotbolti.net