Einar og Guðrún sigra í púttmóti Lyfju
Hið svokallaða LYFJU púttmót , fór fram í dag 3 mars. Að venju voru leiknar 36 holur, aðeins mættu 29 til keppni, sem er lélegasta mæting hingað til.
Sigurvegarar voru...
Kvennaflokki;
1. sæti  Guðrún Halldórsdóttir    á  67  höggum  og 7  bingó
2. sæti  Gunnlaug  Olsen            á  69  höggum  og  7 bingó
3. sæti  Regína Gmundsdóttir     á  73  höggum  og  3 bingó
Bingó verðlaun vann svo Gunnlaug Ólsen eftir umspil við Guðrúnu.
Karlaflokkur;
1.  sæti   Einar  Guðmundsson       á   65  höggum  og 8 bingó
2.  sæti   Valtýr Sæmundsson        á   66  höggum  og 7 bingó
3.  sæti   Jóhann  R Benediktsson  á   67  höggum  og  8 bingó Jóhann tók 3. sætið eftir umspil við nafna sinn Jóhann Alexandersson sem lék einnig á 67 höggum. Bingó verðlaun vann svo einn af stofnendum púttklúbbsins Jón B. Hannesson hann var með  9  bingó.
Jóhann tók 3. sætið eftir umspil við nafna sinn Jóhann Alexandersson sem lék einnig á 67 höggum. Bingó verðlaun vann svo einn af stofnendum púttklúbbsins Jón B. Hannesson hann var með  9  bingó.
Verðlaun voru veitt af LYFJU í mótslok, næsta mót er svo 17 mars, svokallað Lífeyrisjóðs Mótið. Vonandi mæta fleirri þá.
 Það er púttað mánudag til föstudags og er fólk hvatt til að koma og reyna fyrir sér.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				