Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Einar lagði gömlu félagana
Haukur Helgi hefur átti betri daga. Hann meiddist undir lok leiks en óvíst er hversu alvarlega.
Fimmtudagur 3. desember 2015 kl. 21:07

Einar lagði gömlu félagana

Þórsarar sigruðu Njarðvíkinga í Gryfjunni

Þórsarar unnu 15 stiga sigur á Njarðvíkingum í Ljónagryfjunni í Domino's deild karla í kvöld. Lokatölur urðu 75-90. Allt til loka leiks var nokkurt jafnræði með liðunum og skiptust þau alls níu sinnum á að hafa forystu í leiknum. Þórsarar voru mun ákveðnari undir lok leiksins og spiluðu grimma vörn. Einar Árni Jóhannsson mætti því á sinn gamla heimavöll og sótti mikilvægan sigur fyrir Þórsara.

Þegar 5:30 lifðu eftir leiks var staðan 73-74 Þór í vil. Njarðvíkingar náðu svo ekki að skora nema tvö stig til viðbótar á meðan gestirnir skoruðu 16 stig. Sóknarleikurinn var alls ekki góður hjá Njarðvíkingum en þeir skoruðu aðeins 28 stig í seinni hálfleik gegn 50 frá gestunum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Logi Gunnarsson og Maciek Baginski skoruðu báðir 14 stig fyrir Njarðvík á meðan Simmons var með 12 stig.

Tölfræði leiks

Einar Árni Jóhannsson þjálfari Þórs og fyrrum þjáfari Njarðvíkinga, fylgist hér með Adam Ásgeirssyni fyrrum lærisveini sínum.