Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Einar Árni verður ekki áfram með Njarðvík
Einari Árna var ekki boðið að halda áfram með Njarðvík. Mynd af umfn.is
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
sunnudaginn 16. maí 2021 kl. 00:27

Einar Árni verður ekki áfram með Njarðvík

Stjórn körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur hefur ákveðið að framlengja ekki samningi sínum við Einar Árna Jóhannsson sem hefur þjálfað meistaraflokk karla hjá félaginu síðustu þrjú tímabil.

Frá þessu er sagt tilkynningu sem birt var á vefsíðu UMFN í kvöld. Þar Einari Árna einnig þakkað samstarfið og óskað velfarnaðar í því sem hann tekur sér fyrir hendur.

Það er því ljóst að Njarðvíkingar eru á höttunum eftir nýjum þjálfara fyrir næsta tímabil en Njarðvík komst ekki í úrslitakeppni Domino's-deildar karla þetta árið og var í harðri fallbaráttu fram í lokaumferð deildarkeppninnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024