Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Einar Árni útskrifaður frá FIBA
Mánudagur 25. júlí 2011 kl. 18:05

Einar Árni útskrifaður frá FIBA

FIBA Europe hefur undanfarin ár verið með þjálfaraverkefni fyrir aðildarlönd sín sem spannar þrjú sumur hvert verkefni.

KKÍ valdi Einar Árna Jóhannsson þjálfara Njarðvíkinga árið 2009 til að vera fulltrúa Íslendinga í þessu verkefni. Hvert aðildarland FIBA Europe á eitt öruggt sæti en einungis eru 60 teknir inn hverju sinni. Námið er býsna strembið og þurfa allir sem taka þátt að taka verkleg, skrifleg og munnleg próf á hverju sumri.

Verkefnið er sett þannig upp að fyrsta sumarið fer það fram í tengslum við A-deild U-16 ára landsliða, sumar tvö fer fram í tengslum við A-deild U-18 ára og síðasta sumarið fer fram þegar A-deild U-20 ára fer fram og var Einar einmitt staddur í Bilbao þegar Spánn varð Evrópumeistari eftir sigur á Ítali nú um helgina.

Einar Árni útskrifaðist úr þessu verkefni um síðustu helgi og tók hann við Diploma skjalinu úr höndum landa síns, Ólafi Rafnssyni forseta FIBA Europe.

Mynd: Þeir Friðrik Ragnarsson og Einar Árni þjálfa Njarðvíkinga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024