Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Einar Árni tekur við Njarðvík
Friðrik og Einar við undirritun samningsins. Mynd: umfn.is.
Mánudagur 26. mars 2018 kl. 09:30

Einar Árni tekur við Njarðvík

Einar Árni Jóhannsson mun þjálfa karlalið Njarðvíkur í körfu næstu þrjú árin en samið var við hann um helgina. Einar tekur við starfinu af Daníel Guðna Guðmundssyni sem hefur stýrt liðinu sl. tvö ár. Einar hefur þjálfað Þór Þorlákshöfn sl. þrjú ár en hann gerði Njarðvíkinga að Íslandsmeisturum árið 2006.

Daníel Guðni þakkaði fyrir lærdómsrík tvö ár á Instagram síðunni sinni og sagðist vera þakklátur fyrir tækifærið og traustið. Hann segir einnig að stundum gangi hlutirnir ekki alltaf upp eins og menn sjái þá fyrir sér og segir jafnframt að veturinn hafi verið skemmtilegur, þrátt fyrir allt og minnist meðal annar á góða og skemmtilega vinnu með Rúnari og Óla sjúkraþjálfara.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

,,Við fögnum því innilega að fá jafn reyndan þjálfara og Einar við stýrið en það er hugur í okkur Njarðvíkingum sem fyrr. Í Einari þekkjum við sterkan þjálfara sem hefur um árabil gert góða hluti í Ljónagryfjunni,“ sagði Friðrik Pétur Ragnarsson formaður KKD UMFN á heimasíðu Njarðvíkur. Einar Árni kvaðst spenntur fyrir komandi verkefnum í Ljónagryfjunni. ,,Ég er gríðarlega ánægður og spenntur að vera kominn heim enda þekki ég vel til í Ljónagryfjunni. Síðustu ár hjá Þór Þorlákshöfn hafa verið mjög lærdómsrík og skemmtileg en nú tekur við nýr kafli og ég er sannfærður um að spennandi tímar eru í vændum í öflugu umhverfi í Njarðvík og get bara ekki beðið eftir því að fara af stað.“ Aðspurður um breytingarnar á leikmannahópi Njarðvíkur sagði Einar að sú vinna fari af stað strax næstu daga.