Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 8. apríl 2004 kl. 05:16

Einar Árni ráðinn þjálfari Njarðvíkur

Á heimasíðu UMFN kemur fram að Einar Árni Jóhannsson hefur verið ráðinn aðalþjálfari karlaliðs Njarðvíkur í körfuknattleik fyrir næsta keppnistímabil.

Einar Árni hefur undanfarinn áratug þjálfað yngri flokka félagsins með góðum árangri og síðustu ár verið yfirþjálfari yngri flokka. Ásamt því hefur Einar Árni þjálfað meistaraflokk kvenna og verið aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla, fyrst með Friðriki Rúnarssyni og nú síðast með Friðriki Ragnarssyni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024