Einar Árni mun semja við Blika í dag
 Körfuknattleiksþjálfarinn Einar Árni Jóhannsson mun í dag skrifa undir samning við Kópavogsliðið Breiðablik. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag. Einar Árni sagði upp störfum hjá Njarðvík fyrir skemmstu og hafa mörg lið borið í hann víurnar að undanförnu.
Körfuknattleiksþjálfarinn Einar Árni Jóhannsson mun í dag skrifa undir samning við Kópavogsliðið Breiðablik. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag. Einar Árni sagði upp störfum hjá Njarðvík fyrir skemmstu og hafa mörg lið borið í hann víurnar að undanförnu.
Pétur Hrafn Sigurðsson formaður KKD Breiðabliks staðfesti við Fréttablaðið að félagið ætti í viðræðum við Einar en eftir væri að hnýta lausa enda.
Heimild: www.visir.is – Fréttablaðið í dag


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				