Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Eimskipsmótaröðin í golfi hefst á Hólmsvelli í Leiru
Karen Guðnadóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja sigraði í stigakeppni kvenna á Eimskipsmótaröðinni í fyrra í fyrsta sinn á ferlinum.
Mánudagur 2. febrúar 2015 kl. 09:40

Eimskipsmótaröðin í golfi hefst á Hólmsvelli í Leiru

Mótaskrá Golfsambands Íslands fyrir árið 2015 er nú klár fyrir sumarið en nokkrar breytingar voru gerðar á drögunum sem lagðar voru fram á formannafundi GSÍ í nóvember s.l.  Alls verða sex mót á dagskrá á Eimskipsmótaröðinni en mótin voru sjö í fyrra. Fyrsta mót ársins fer fram hjá Golfklúbbi Suðurnesja en leikið verður á Hólmsvelli í Leiru dagana 16.-17. maí.

Kepnisdagskrána fyrir árið 2015 má sjá í heild sinni hér:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kristján Þór Einarsson úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar varð stigameistari í karlaflokki á Eimskipsmótaröðinni í fyrra og Karen Guðnadóttir varð stigameistari í kvennaflokki.

Hápunktar sumarsins verða á Íslandsmótinu í holukeppni á Jaðarsvelli á Akureyri og Íslandsmótinu í golfi sem fer fram á Garðavelli á Akranesi. Golfklúbburinn Leynir fagnar 50 ára afmæli sínu þann 15. mars á þessu ári.

Mótin á Eimskipsmótaröðinni sumarið 2015:

16-17. maí: Hólmsvöllur í Leiru  (1)
29.-31. maí: Vestmannaeyjavöllur (2)
12.-14. júní: Hlíðavöllur í Mosfellsbæ (3)
19.-21. júní: Jaðarsvöllur Akureyri (4) – Íslandsmótið í holukeppni.
23.-26. júlí: Garðavöllur Akranesi (5) – Íslandsmótið í golfi
22.-23. ágúst: Urriðavöllur – Oddur (6).